Komdu í hóp Brautargengiskvenna - ný námskeið að hefjast

23. janúar 2012

Tvisvar sinnum á ári býðst konum kostur á að hefja 15 vikna nám hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námskeiðið heitir Brautargengi og hafa frá upphafsári þess útskrifast 933 konur og komast vanalega færri að en vilja. Nú í febrúar fer námskeiðið af stað aftur, annars vegar í Reykjavík og hins vegar á Selfossi.

Brautargengi er sérsniðið námskeið fyrir konur með viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd í nýju eða starfandi fyrirtæki. Þátttakendur læra um stefnumótun, vöru- og þjónustuþróun, markaðsmál, fjármál og stjórnun auk annarra hagnýtra atriða við stofnun og rekstur fyrirtækja. Samkvæmt nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands eru vel yfir helmingur útskrifaðra Brautargengiskvenna nú í sjálfstæðum rekstri með eigin fyrirtæki.

Brautargengi hóf göngu sína árið1996 í Reykjavík en 2003 var það haldið í fyrsta skipti á landsbyggðinni. Hvert námskeið stendur yfir í samtals fimmtán vikur og eru haldin bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni á haustönn og vorönn. Konurnar koma inn á Brautargengi með eigin viðskiptahugmynd og skrifa heildstæða viðskiptaáætlun í kringum hugmyndina sína.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér