Samstarfsnet skapandi aðila á Norðurlöndum

23. janúar 2012

KreaNord er umfangsmikið norrænt verkefni, sem miðar að því að styrkja stöðu skapandi greina og auka sóknarfæri á alþjóðamarkaði. KreaNord hefur nú endurnýjað vefsíðuna www.kreanord.org og bætt við upplýsingum og aukið gagnvirkni síðunnar. Ef þú ert eitt af "skapandi andlitum" Norðurlandanna eða vinnur með skapandi fyrirtæki, hvetjum við þig til að setja upp "prófíl" á síðunni.

Á síðunni er nú hægt að eiga samskipti við aðra skapandi aðila á öllum Norðurlöndunum, taka þátt í umræðum, fá nýjustu upplýsingar um það sem er að gerast og jafnvel auglýsa viðburði.Á síðuna hafa nú verið settar upp dæmisögur frá átján norrænum fyrirtækjum, sem þrátt fyrir kreppu, hafa öll náð ótrúlegum vexti og hafa með skapandi nálgun og nýskapandi hugmyndum, náð að hrífa önnur fyrirtæki með sér.