Þátttaka í rýnivinnu - heimasíða Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

04. janúar 2012

Ákveðið hefur verið að ráðast í endurgerð á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ætlunin er að einfalda heimasíðuna til muna og gera hana aðgengilegri fyrir viðskiptavini og aðra velunnara stofnunarinnar.

Við óskum eftir þinni þátttöku!

Þannig að tryggja megi að nýja heimasíðan uppfylli þarfir markaðarins þá boðum við frumkvöðla, einstaklinga, starfandi fyrirtæki og stofnanir í rýnivinnu. Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Mannauðs- og markaðsstofu hjá Nýsköpunarmiðstöð kemur til með að stýra rýnivinnunni í samvinnu við Árdís Ármannsdóttir, markaðsstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar.

Allir þeir sem vilja taka þátt í rýnivinnunni eru vinsamlega beðnir um að senda póst á netfangið: ardis@nmi.is í síðasta lagi föstudaginn 6. janúar.