Framadagar háskólanna 2012 - takk fyrir okkur

02. febrúar 2012

Framadagar Háskólanna 2012 voru haldnir í gær í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. Framadagar er árlegur viðburður í háskólalífinu þar sem 35 helstu fyrirtæki landsins kynna starfsemi sína fyrir háskólanemendum. Um 3600 manns sóttu viðburðinn að þessu sinni og óhætt er að segja að skólinn hafi iðað af lífi.

AIESEC, stærstu alþjóðlegu samtök heims sem rekin eru af háskólanemum, hefur staðið fyrir Framadögum árlega frá árinu 1995 en markmið þeirra er að vera hvoru tveggja í senn; vettvangur fyrirtækja sem leita hæfileikaríkra framtíðarstarfsmanna og tækifæri fyrir metnaðargjarna nemendur í háskóla til að kynnast starfsemi viðkomandi fyrirtækja og starfsmöguleikum.

Á Framadögum gafst fyrirtækjum tækifæri til að kynna starfsemi sína og var Nýsköpunarmiðstöð Íslands í hópi þeirra 35 fyrirtækja og stofnana sem kynntu þjónustu sína fyrir áhugasömum nemendum og öðrum gestum. Markmið Framadaga er að háskólanemar geti kynnt sér fyrirtæki og aukið þar með líkur á sumarvinnu, framtíðarstarfi eða verkefnavinnu fyrir fyrirtæki. Sömuleiðis að fyrirtæki kynnist mögulegum starfsmönnum hvort sem er sumarstarfsmönnum eða framtíðarstarfsmönnum.

Fyrirtækin sem tóku þátt í Framadögum 2012 voru:

 • 3X Technology
 • Actavis
 • Advania
 • AIESEC
 • Arionbanki
 • Betware
 • Capacent
 • CCP
 • Efla
 • Hagvangur
 • Háskóli Íslands
 • Háskólinn í Reykjavík
 • Icepharma
 • IIIM
 • Íslandsbanki
 • KILROY
 • KPMG
 • Landsbankinn
 • Landsnet
 • Landsvirkjun
 • LS Retail
 • Mannvit
 • Marel
 • Matís
 • Nova
 • Nýsköpunarmistöð Íslands
 • ORF líftækni
 • Orkuveitan
 • PwC
 • Reiknistofa Bankanna
 • Ríkið
 • Verkís
 • World Class
 • Ölgerðin
 • Össur
 • Bandalag háskólamanna

Nýsköpunarmiðstöð Íslands þakkar aðstandendum fyrir faglega skipulagningu á Framadögunum þetta árið og hinum fyrirtækjunum og stofnununum sem tóku þátt fyrir skemmtilegan dag. Síðasta en ekki síst þökkum við áhugasömum nemendum og öðrum gestum og gangandi fyrir skemmtilegar og forvitnilegar spurningar og fyrirspurnir.

Myndir frá Framadögunum er að finna á Facebook eða hér