Sérfræðingur óskast til starfa á sviði efnagreininga

23. febrúar 2012

Verkefnisstjóri eða sérfræðingur á sviði efnagreininga óskast til starfa. Helstu þættir í starfssemi Efnagreininga á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru almennar efnamælingar tengdar iðnaði og landbúnaði og mælingar tengdar umhverfisvöktun. Einnig eru stundaðar rannsóknir meðal annars á sviði snefilefnagreininga, umhverfismála og efnaferla og veitt ráðgjöf um efnagreiningar og umhverfis- og mengunarmælingar .

Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði efnafræði eða efnaverkfræði. Reynsla af almennum efnagreiningum, rafefnagreiningum og mælingum með rafgasrófgreina, massagreina eða vökvagreina er einnig mjög æskileg.

Umsóknarferli

Hvatt er til umsókna frá konum jafnt sem körlum. Umsóknarfrestur er til 10. mars nk. Umsóknir skal senda til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands merktar:

Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Starfsumsókn - Verkefnisstjóri/sérfræðingur á sviði efnagreininga
Keldnaholti
112 Reykjavík

Nánari upplýsingar veitir Hermann Þórðarson, forstöðumaður Efnagreininga (herth@nmi.is) í síma 522 9000.