Stuðningur við unga frumkvöðla

23. febrúar 2012

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað kall eftir umsóknum í nýja áætlun til stuðnings við unga frumkvöðla - "Erasmus for Young Entrepreneurs".

Áætlunin á að gera ungum frumkvöðlum kleift að auka reynslu sína og fá tækifæri til að læra af og eiga samskipti við reynslumeiri frumkvöðla. Ungir frumkvöðlar munu fá tækifæri til að fara í eins konar starfsþjálfun og eyða nokkrum vikum eða mánuðum í fyrirtæki í öðru aðildarríki ESB, sem rekið er af frumkvöðlum sem hafa þekkinguna til að geta gefið af sér og geta miðlað reynslu sinni áfram. Í staðinn fær frumkvöðlafyrirtækið hugmyndaríkan og áhugasaman einstakling til starfa inní fyrirtækinu í ákveðið tímabil.

Umsóknarkallinu er beint til stofnana eða aðila sem geta tekið að sér að vera milligönguaðili í verkefninu - það er að segja "National contact point" fyrir áætlunina. Slíkir aðilar geta verið frumkvöðlasetur, verslunaráð og aðrar stofnanir sem veita stuðning til fyrirtækja. Umsóknarfrestur er til 29. júní 2012.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu áætlunarinnar.