Styrkir veittir til tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði

02. febrúar 2012

Föstudaginn 20. janúar voru árlegir styrkir Íbúðalánasjóðs vegna tækninýjunga og umbóta í byggingariðnaði veittir við hátíðlega athöfn í Borgartúni 21. Að þessu sinni voru veittir styrkir til 10 verkefna, samtals 16,1 milljón króna, en alls bárust 24 umsóknir. Nýsköpunarmiðstöð Íslands fékk styrk til áframhaldandi rannsókna í fimm verkefnum en fjögur þeirra tengjast rannsóknum og þróun á steinsteypu og eitt tengist bættri orkuhagkvæmni með raunmælingum á raforkunotkun. Orkuverkefnið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Remake Eletric, Orkustofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar.

styrkirveittir

 

Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur veitt slíka styrki frá stofnun sjóðsins árið 1999. Alls hafa verið veittir 186 styrkir frá því að sjóðurinn hóf starfsemi og nemur heildarfjárhæð þeirra rúmlega 224 milljónum króna.


Eftirtalin verkefni fengu styrki:

  • Umhverfisvænt semmentslaust steinlím úr eldfjallaösku - Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Umhverfisvæn steypa með eldfjallaösku úr Eyjafjallajökli - Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Notkun koltrefja í sementsbundnum efnum - Nýsköpunarmiðstöð Ísland
  • Fjaðurstuðull í steinsteypu - Mannvit hf.,Háskólinn í Reykjavík c/o Eyþór Þórhallsson
  • Íslenskar basalttrefjar fyrir jarðskjálftaþolna steinsteypu - Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Trefjastyrkt límtré - Háskólinn í Reykjavík
  • BIM-árangur og ávinningur reynsluverkefna - Framkvæmdasýsla ríkisins
  • Er hætta á tæringu bendistáls í bílahúsum/ bílakjöllurum? Mannvit verkfræðistofa
  • Innleiðing BIM á Íslandi og tenging þess við LEAN Construction
  • Bætt orkuhagkvæmni með raunmælingum á raforkunotkun - H.Í. , ReMake Electric ehf., Orkustofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands

 

Frétt í heild sinni er að finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs eða hér