Framleiðsla á sæeyrum til útflutnings að hefjast

10. maí 2012

Hjá Sæbýli ehf á Eyrarbakka er að hefjast framleiðsla á sæeyrum til útflutnings. Sæeyrun hafa verið í tilraunaeldi í nokkur ár sem hefur gefið góða raun. Stefnt er að því að ársframleiðslan nemi um 250 tonnum innan fimm ára.

Sæbýli ehf. hefur stundað tilraunaeldi á þremur tegundum botndýra, þ.e. japönskum sæeyrum, rauðum sæeyrum frá Kaliforníu og loks japönskum sæbjúgum sem er nýjasta verkefnið. Sæeyrun eru tilbúin til framleiðslu en sæbjúgun eru enn á rannsóknastigi. Þá hefur Sæbýli þróað sjálfbært eldiskerfi (SustainCycle) fyrir botnlæg sjávardýr sem nýtir meðal annars eldisvatnið mjög vel.

Japönsku sæbjúqun verðmæt

Ásgeir E. Guðnason, framkvæmdastjóri Sæbýlis, segir að tilraunaeldið á sæbjúgunum lofi góðu en fyrstu sæbjúgun voru flutt hingað frá Japan fyrir tveimur árum. Verið er að rannsaka fóður- og næringarþörf þeirra og reyna fjölgun. Mikill munur er japönskum sæbjúgum og þeim sæbjúgum sem veiðast við ísland. Meðal annars eru japönsku sæbjúgun með brodda. Löng hefð er fyrir neyslu á japönskum sæbjúgum í Kína og þar er einmitt mikil trú í því að kraftur felist broddunum. Um tuttugufaldur verðmunur er þessum tegundum; íslensku sæbjúgun eru iðnaðarvara en japönsku sæbjúgun rata á diska sælkeranna. Enn er nokkur tími í það að framleiðsla geti hafist hér á landi á japönskum sæbjúgu.

Framleiðslan er aukin í áfönqum

Sæbýli ehf. flutti í nýtt húsnæði á Eyrarbakka á síðasta ári. Þrír menn starfa hjá fyrirtækinu og fer starfsemin fram í 300 fermetra húsnæði en þeir hafa möguleika á því að fá alls 1.700 fermetra í sama húsi eftir því sem starfseminni vex. Þátttakendur í verkefninu með Sæbýli eru Rannís (Tækniþróunarsjóður), Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Japönsku sæeyrun eru farin í uppskölun sem kallað er og verður framleiðsla á þeim aukin í áföngum á næstu fjórum til fimm árum. Nú eru þeir með um 200 þúsund sæeyru í eldi og nokkurn tíma tekur að koma þeim upp í markaðsstærð. Gert er ráð fyrir að sala á fyrstu sæeyrunum hefjist eftir tvö ár. Þau eru um 75 til 300 grömm þegar þau ná markaðsstærð. Markaður er fyrir sæeyru víða um heim en stærsti hluti hans er þó í Asíu. Í heild er markaðurinn um 60 þúsund tonn.

Þessi frétt er byggð á frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu 10. maí