Opnunarhátíð í Kveikjunni Hafnarfirði

02. maí 2012

Nýverið flutti frumkvöðlasetrið Kveikjan í Hafnarfirði í nýtt húsnæði að Strandgötu 31.  Öll aðstaða á setrinu er fullnýtt og hafa tíu fyrirtæki þegar flutt inn og hafið þar störf sín og rekstur.

Á morgun, fimmtudaginn 3. maí kl. 12:00, er öllum áhugasömum boðið í formlega opnun í nýjum húsakynnum.  Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ og Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segja nokkur vel valin orð í tilefni opnunar auk þess sem frumkvöðlarnir; Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir hjá Locatify og Borghildur Sverrisdóttir hjá MatAski segja stuttlega frá sínum viðskiptahugmyndum.

Að boðinu standa Hafnarfjarðabær, Garðabær og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.