Þátttaka í alheimsráðstefnu um endurnýtanlega orku

10. maí 2012

Dagana 13. - 17. maí fer Alþjóðleg ráðstefna um endurnýjanlega orku fram í Denver, Colorado. Á ráðstefnunni koma saman fremstu fræðimenn á sviðinu frá háskólum, rannsóknarstofununum og úr atvinnulífinu um heim allann. Markmiðið með WREF eða World Renewable Energy forum 2012 er að kanna hvernig tækni innan fagsviðsins tekur á hnattrænum áskorunum eins og efnahagsástandi, umhverfis- og öryggismálum og það óháð stærð.   Ráðstefnan er haldin í Colarado Convention Center, byggingu þar sem sjálfbærni og græn samstarfssemi er í hávegum höfð.

Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er formaður valnefndar fyrir verðlaun sem veitt verða á ráðstefnunni. Verðlaunin hlýtur sú þjóð sem sýnt hefur mestan árangur á sviði endurnýjanlegrar orku undanfarin tvö ár.  Verðlaunagripurinn er fallegur platti hannaður af Grími M. Steindórssyni fyrrum bæjarlistamanni Kópavogsbæjar.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna hér