Heilsulindin Ísland - fyrirlestur

25. júní 2012

Ný tækifæri í heilsutengdri ferðaþjónustu á Íslandi.

Janka - fyrirlestur júní 2012Dr. Janka Zalesakova, læknir og sérfræðingur á sviði lífstílssjúkdóma, telur að Ísland hafi gríðarlega möguleika á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu. Janka heldur fyrirlestur um heilsulindina Ísland á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í húsnæði Arion banka að Borgartúni 19 kl. 14:00 miðvikudaginn 27. júní

 


Talið er að 65% Evrópubúa þjáist af einhverskonar lífsstílssjúkdómum sem orsakast vegna ýmissa þátta í daglegu lífi. Í því sambandi mætti nefna rangt mataræði, litla hreyfingu, streitu, reykingar og ofneysla vímuefna. Talið er að um 20% íbúa Evrópu þjáist af offitu og er nú talað um faraldur í þessum efnum. Ef fer sem horfir mun um 50% íbúa álfunnar þjást af ofþyngd árið 2050. Dr Zalesakova hefur skrifað fjölda greina um lífstílssjúkdóma og haldið fyrirlestra víða um heim um endurhæfingu og forvarnir á sviðinu í gegnum störf sín sem háskólakennari, yfirlæknir og ráðgjafi stofnana og ráðuneyta út um allan heima. Janka hefur bent á ýmsa skaðlega þætti í umhverfinu sem ógna heilsu fólks. Yfir 30% Evrópubúa verða fyrir svefntruflunum á hverri nóttu vegna hávaða. Streita fer vaxandi vegna meðal annars aukins álags í  vinnu, langra ferðalaga til og frá vinnustað, fjárhagsörðugleika og ýmissa umhverfisþátta. Langvarandi streita getur orsakað þunglyndi sem einnig er vaxandi vandamál. Dr Zalesakova telur að við þessum nýju ógnum verði að bregðast og það sé best gert með aukinni fræðslu, forvörnum og endurhæfingu. Hún telur að á þessu sviði hafi Ísland gríðarlega möguleika. Að hennar mati er helsta ,,verkfærið" í þessu sambandi íslensk náttúra, jarðhitavatnið, hreint andrúmsloft og vatn, holl matvæli,   fámenni og fögur náttúra, friður og vel menntað fagfólk.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður öllum áhugasömum á opinn fyrirlestur með Dr. Zalesakovu á miðvikudaginn kl. 14:00 í húsnæði Arion banka að Borgartúni 19.

Skráning fer fram hér