Fyrirtæki vikunnar: Kúla Inventions

16. júlí 2012

Fyrirtæki vikunnar er Kúla Inventions Ltd. sem  staðsett er í Kvosinni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Lækjargötu 12.

Fyrirtæki vikunnar - Kúla Inventions

Kúla þróar lausn fyrir þá sem langar til að taka þrívíddarmyndir með SLR myndavélinni sinni í stað þess að fjárfesta í þrívíddarmyndavél. Þrívíddartæki Kúlu er sett framan á linsur SLR ljósmyndavéla svo hægt sé að taka með þeim þrívíddarmyndir. Tækið varpar hægra sjónarhorni viðfangsefnis á hægri helming myndar og öfugt. Þar með er komin ,,stereoscopic” ljósmynd.

Þegar myndunum hefur verið hlaðið inn í tölvu getur hugbúnaður Kúlu unnið myndirnar og vistað á stöðluðu þrívíddarformi (MPO). Notandinn velur hvernig hann vill skoða myndirnar, t.d. í þrívíddarsjónvarpi, með rauð-bláum (anaglyph) gleraugum eða með þrívíddarsjá (stereoviewer).  Með vörunni fylgir þrívíddarsjá svo hægt sé að skoða myndirnar í þrívídd, beint af skjá myndavélarinnar eða tölvunnar.

Áætlað er að fyrsta varan komi á markað haustið 2012. Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði.

  • Nánari upplýsingar um frumkvöðlasetur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að finna hér
  • Myndband frá frumkvöðlasetrum er að finna hér