Yfirborðsmeðferð á áli

28. ágúst 2012

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök Iðnaðarins standa saman að námskeiði um yfirborðsmeðhöndlun á áli um miðjan september. Kennari á námskeiði er Esben Øster, Teknisk Chef hjá HAI-Horsens í Danmörku og fer námskeiðið fram á ensku.

Námskeiðið, sem haldið verður í nýjum salarkynnum í höfuðstöðvum Nýsköpunarmiðstöð Íslands miðvikudaginn 12. september frá kl. 13:00 - 16:30, tekur á ýmsum þáttum yfirborðsmeðhöndlunar á áli.  Meðal annars verður tekin fyrir rafbrynjun á áli, formeðferðir, rafbrynjunaraðferðir og eftirmeðferðir.  Farið er yfir helstu eiginleika yfirborðs á áli, svo sem slitþol, hörku, tæringarþol, liti, endurskin og fleira. Námskeiðið er sniðið að þörfum arkitekta, verkfræðinga, tæknifræðinga, iðnaðarmanna og allra þeirra sem fást við hönnun og framleiðslu úr áli. Þátttökugjald er haldið í algjöru lágmarki eða kr. 6.000.-

Skráning á námskeiðið fer fram hér.

Skráningarfrestur er til kl. 12:00 þriðjudaginn 11. september.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Aðalsteinn Arnbjörnsson í síma: 522-9188 / netfang: ada@nmi.is