Þróun klasa - sögur af klasasigrum

06. mars 2013

Einn af fremstu sérfræðingum á sviði klasamála, Ifor Ffowce-Williams, er á leið til landsins í einkaerindum. Hann vill nota tækifærið og hitta alla áhugasama um málaflokkinn í Íslandsferð sinni. Föstudaginn 15. mars bjóða Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslenski sjávarklasinn, Gekon, Netspor og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands öllum áhugasömum að koma og hlusta á Ifor flytja erindi sem hann nefnir “Cluster Development – International Best Practices”. Málstofan hefst stundvíslega kl. 17:15 í stofu HT-102 á Háskólatorgi.

Þekktur fyrirlesari á alþjóðavísu

IforIfor hefur árum saman starfað sem ráðgjafi á sviði klasamála, samkeppnishæfni og nýsköpunar bæði fyrir fyrirtæki og opinbera aðila bæði. Hann er stofnandi, fyrrum framkvæmdastjóri og stjórnarmaður ráðgjafanefndar hjá alþjóðlegu netverki sem miðar að því að bæta samkeppnishæfni lands og landssvæða. Nýlega gaf hann út bókina Cluster Development - The Go To Handbook þar sem farið er í innleiðingu á aðferðafræði klasa, skref fyrir skref. Bókin er þegar notuð víðsvegar um heiminn og hefur hlotið þá viðurkenningu að vera fyrsta alhliða og ítarlega handbókin um hagkvæmni klasauppbyggingar og klasaþróunar. 


Skráning á málstofuna fer fram hér