Athygli vakin á nýsköpunarbókinni, Þekkingin beisluð

24. júlí 2014

Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður og rithöfundur, skrifaði greinarkorn í Morgunblaðið í dag þar sem hann vekur athygli á nýútkominni afmælisbók tileinkaðri Þorsteini Inga Sigfússyni, prófessor og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, um nýsköpun á Íslandi en bókin ber heitið Þekkingin beisluð - nýsköpunarbók. 

 Forsíða bókarinnar Þekkingin beisluð

Mynd eftir Tolla prýðir forsíðu bókarinnar

Í grein sinni bendir Ari Trausti á þá staðreynd að bókin eigi svo sannarlega erindi við afar marga og ekki síst þá sem stýra skipulagi og fjármögnun nýsköpunar í landinu. Í bókinni eru greinar eftir rúmlega þrjátíu höfunda um jafn mörg efni sem varða vísindi og nýsköpun í landinu, starfsvið Þorsteins Inga og sögu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Greinina í heild sinni má sjá hér að neðan en einnig er hér myndbrot sem gefur góða innsýn í fjölbreytt efni bókarinnar og höfunda hennar. 

Þekkingin beisluð grein eftir Ara Trausta

 Bókin er nú fáanleg í öllum helstu bókaverslunum landsins.