Fiskneytendur geta brátt fengið upplýsingar um uppruna fisksins

23. júlí 2014

Icelandic Fish Export er fyrirtæki sem staðsett er á Bolungarvík og var stofnað árið 2013 af þeim Katrínu Pálsdóttur og Þórsteini Mássyni. Þau hafa þróað rekjanleikakerfi sem ætti að henta flest öllum sjávarútvegsfyrirtækjum á landinu. Verkefnið hlaut styrk úr Átaki til atvinnusköpunar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands til þróunar og útfærslu á hugmyndinni. 

Icelandic Fish Export 5

Með kerfinu fær hvert og eitt fyrirtæki sinn eigin gagnagrunn ásamt markaðsefni sem gerir neytendum kleift að nálgast upplýsingar um fiskafurðina sem það neytir á auðveldan hátt. Ávinningur fyrirtækjanna er rekjanleikakerfið sjálft, aukið markaðsefni, aukin umfjöllun, aukinn sýnileiki á leitarvélum auk auðveldari upplýsingaöflunar og aðgengi kaupenda sem og neytenda að styrkleika og sérstöðu framleiðandans.

Með þessu getur fiskneytandi, með aðstoð snjallsíma eða tölvu, fengið upplýsingar um hver veiddi fiskinn sem hann neytir, hvar og hvernig fiskurinn var veiddur ásamt öðrum nytsamlegum upplýsingum. Þannig geta framleiðendur kynnt styrkleika sína og uppruna fyrir viðskiptavinum sínum á hátt sem ekki hefur verið fyrir hendi áður. 

Icelandic Fish Export 1

Neytandi byrjar á því að skanna QR kóða og fær þá upp þessa mynd hér að neðan.

Icelandic Fish Export 2

Þar getur neytandi nálgast upplýsingar um hvar fiskurinn var veiddur, hvaða tegund fiskurinn er, hvernig veiðarfæri voru notuð til að veiða hann og hvar honum var landað. 

Icelandic Fish Export 3

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um bátinn sem veiddi fiskinn. Upplýsingar um skipstjóra bátsins eru einnig fáanlegar og í framtíðinni er ætlunin að bjóða upp á aukið efni eins og stutt myndbrot, ljósmyndir, viðtöl og áhugaverðar staðreyndir um fiskinn, þorpin og fólkið á bak við fiskinn. 

Icelandic Fish Export 4