Vindurinn sem aflgjafi

16. júlí 2014

Vindorka er nýtt orkusvið hjá Landsvirkjun og nýlega voru kynnt áform Landsvirkjunar um að virkja vindorku á Hafinu við Búrfell en þar hefur farið fram mat á umhverfisáhrifum fyrir vindorkugarð.

Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og mikill áhugamaður um beislun eðlisfræði til tækninota. Í nýju eintaki af tímariti umhverfis-og byggingaverkfræðinema við Háskóla Íslands ritar hann grein um vindorkubeislun.

Þorsteinn beitir eðlisfræðinni við útskýringar sínar, en niðurstöðurnar eru helstar:

  •  Við að tvöfalda vindhraðann þá áttfaldast afl vindsins.
  •  Eru efri mörk á því hversu mikið afl er unnt að fá úr vindinum? Já, Þorsteinn svarar með því að leiða út Betz lögmál sem setur efri mörkin nærri 60% vindaflsins.

 

Samfellt flæði loftmassa Myndin sýnir hvernig samfellt flæði loftmassa í gegnum mylluna veldur stærra yfirborði hægra megin í vindbrautinni. Raunaflið er mismunur á aflinu fyrir og eftir mylluna

Grein Þorsteins í tímaritinu fylgir hér með fyrir þá sem vilja kafa djúpt í fræðin í sumarfríinu!