Fjármögnun fyrir sprotafyrirtæki

15. júní 2016

Meistaradeild sprotafyrirtækja í Evrópu - fjármögnun fyrir sprotafyrirtæki

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís bjóða til opins kynningarfundar um Eurostars-2, möguleika á fjármögnun verkefna sprotafyrirtækja sem stunda sjálf rannsóknir og þróun. Einnig verður sagt frá þjónustu Enterprise Europe Network við sprotafyrirtæki. 

Fundurinn verður fimmtudaginn 7. júlí 2016   kl. 9:00 – 10:30

í Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Árleyni 8 á Keldnaholti.

Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum Eurostars verkefna. Sérstaklega eru velkomin fyrirtæki í Samtökum sprotafyrirtækja og fyrirtæki á öllum frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar en fundurinn er öllum opinn.  Umsóknarfrestur til Eurostars er opinn en næst verður umsóknum smalað saman  15. september  2016. 
Dagskrá:
  • Snæbjörn Kristjánsson, verkfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, landsfulltrúi í stjórn Eurostars fjallar um umsóknarferlið.  
  • Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier Technologies ehf. kynnir nýtt Eurostars hugbúnaðarverkefni:  EVALA  sem er í samvinnu við tvö fyrirtæki í Búlgaríu.  „Cognitive And Semantic Links Analysis and Media Evaluation Platform“ 
  • Mjöll Waldorff, verkefnisstjóri hjá Enterprise Europe Network á Íslandi kynnir þjónustu EEN fyrir sprotafyrirtæki (SME´s) og tækifæri til samstarfs erlendis.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur á fundinum. 
Kynnið ykkur upplýsingar á www.eurostars-eureka.eu
Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og mun koma að fjármögnun þeirra verkefna sem fá brautargengi hjá Eurostars.