Asa iceland í markaðssókn í Noregi

14. mars 2017

Asa Launch 16

Asa iceland hlaut styrk úr Átaki til atvinnusköpunar til markaðsátaks í Noregi og Finnlandi. Nýverið lauk verkefninu með vel heppnaðri kynningu vörumerkisins og sýningu í sendiherrabústað Íslands í Osló í samstarfi við sendiráðið. Markaði kynningin upphaf á sölustarfi Asa iceland í Noregi. Unnið er að því að fjölga sölustöðum í Noregi og ná samstarfi við eina af stærstu skartgripaverslanakeðjunum. Styrkur úr Átaki til atvinnusköpunar auðveldaði fyrirtækinu að hefja sölu- og markaðsstarf á nýjum markaði og styrkja vörumerkjavitund í Noregi.

Næstu skref fyrirtækisins er að kynna vörumerkið markvisst fyrir almenningi í Noregi og vinna áfram að því að koma vörunum inn í eina eða fleiri af stærstu skartgripaverslunarkeðjunum.

www.asaiceland.com

www.facebook.com/asaiceland

Asa Launch 1