Nils lætur af störfum hjá Nýsköpunarmiðstöð

28. apríl 2017

Hinn mikli frumkvöðull Nils E. Gíslason lætur nú af störfum hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Nils hefur lært flugvirkjun og þróaði á sínum tíma DNG færavindurnar.
Þar þurfti hann tölvutækni og þróaði svo álsteypu til að framleiða vindurnar.

Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri bauð Nils starfið hjá Nýsköpunarmiðstöð á sínum tíma og segir m.a um Nils: „Hann er að mínu viti einn snjallasti fjölfræðingur á sviði tæknigreina sem ég hef kynnst. Hann lætur nú af störfum vegna aldurs, en við munum sakna hans mjög. Ég hef boðið honum að vera áfram tengdur okkur og er velkomið að koma hér eins og hann vill.“ 

Við á Nýsköpunarmiðstöð Íslands óskum Nils velfarnaðar.

DSC00827