Vel heppnuð rafskautaráðstefna

28. apríl 2017

IMG_6293

 

Alþjóðleg rafskautaráðstefna var haldin í Reykjavík í lok apríl. Þetta er sjöunda ráðstefnan af þessu tagi frá árinu 2001. Þekking Íslendinga í þróun og tækni álframleiðslu laðar orðið til sín alla helstu áhrifavalda í álgeiranum. Það var Birgir Jóhannesson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem sá um framkvæmd ráðstefnunnar sem heppnaðist mjög vel. 

Dr. Halvor Kvande, nóbelsverðlaunahafi og prófessor var aðalfyrirlesari á rafskautaráðstefnunni.  „Það er umhverfisvænt að framleiða ál á Íslandi, sagði Dr.Kvande  í samtali við Morgunblaðið á ráðstefnunni. "Framleiðsla milljón tonna af áli á Íslandi sparar heimsbyggðinni nánast þrefalda árslosun Íslands á koltvísýringi ár hvert." 

Næsta rafskautaráðstefna verður haldin árið 2020 í Reykjavík.