Ankeri Solutions kynnt á NorShipping

30. júní 2017

ANKERI1580

Ankeri Solutions er nýtt íslenskt sprotafyrirtæki sem hlotið hefur stuðning úr verkefninu Átak til atvinnusköpunar sem er í umsjón Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ankeri Solutions þróar markaðstorg fyrir alþjóðlega flutningaskipamarkaðinn þar sem skipaeigendur og skipaleigjendur geta deilt með sér rekstrarsögu skipa til þess að hagkvæmari skip geti fengið ávinning í formi hagstæðari samninga.

Ankeri tók þátt í alþjóðlegu skipatækniráðstefnunni Nor-Shipping í Osló með stuðningi frá verkefninu Átaki til atvinnusköpunnar. Á sýningunni var kynnt frumútgáfa af markaðstorgi Ankeris. 

Um 90% af öllum vöruflutningum heimsins fara fram með á skipum, og ber flutningurinn ábyrgð á allt að 4% af kolefnisfótspori heimsins. Í flestum tilfellum eru leigjendur skipanna ábyrgir fyrir kostnaði vegna olíukaupa en eigendur bara ábyrgð á rekstri skipanna að öðru leiti. Í dag fá eigendur hagkvæmari skipa ekki betri samninga í samræmi við lægri olíunotkun skipanna og því hvati til sparnaðar lítill. Þessu ætlar Ankeri að breyta. Ankeri stefnir á að hefja fyrstu prófanir á lausninni á þessu ári og að varan verði komin í almenna sölu snemma á næsta ári. 

Nánari upplýsingar um Ankeri má finna á vefsíðunni www.ankeri.net