Fyrirlestur um raka, myglu og forritið WUFI

23. júní 2017

Nýsköpunarmiðstöð Íslands kynnir erindi á sviði Rannsóknastofu byggingariðnaðarins


Mánudaginn 26. júní kl. 15.00

Nýsköpunarmiðstöð Íslands 
Árleyni 8
112 Reykjavík

Kjartan Guðmundsson, lektor við KTH í Stokkhólmi mun halda fyrirlestur um raka í byggingum. Mun hann m.a. sýna dæmi þar sem forritið WUFI er notað til að meta rakastig, uppsöfnun raka og hvernig megi meta áhrif deililausna, efna og veðurfars. Einnig áhrif vatnstjóna og hversu fljótt má búast við rakaskemmdum. 

Mygla -i -thaki _599x 397 Copy
Kjartan hefur unnið að húsbyggingartækni í áratugi, og má nefna að doktorsritgerð hans frá árinu 2003 var einmitt um rakafræði í byggingum (Alternative methods for analysing moisture transport in buildings).

Aðgangur ókeypis og öllum opinn.

Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og um Rannsóknastofu byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir

Björn Hjartarson
Deildarstjóri á Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands
522 9388
bh@nmi.is