Ísland í 28. sæti í samkeppnishæfni

27. september 2017

Í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) kemur fram að samkeppnihæfni Íslands fer niður um eitt sæti og er núna í 28. sæti í samanburði við önnur þjóðríki.

Níunda árið í röð er Sviss í fyrsta sæti með samkeppnishæfasta efnahagslíf heimsins. Bandaríkin færa sig í annað sætið úr þriðja sætinu og skiptir um sæti við Singapore. Þar á eftir koma Holland og Þýskaland. Sjálfstjórnarsvæðið Hong Kong fer úr níunda sæti í sjötta sæti listans. Svíþjóð og England falla um eitt sæti hvert, Svíþjóð er í sjöunda sæti og England í áttunda.

Ísland er skilgreint sem nýsköpunardrifið hagkerfi og nýtur góðs, eins og endranær, af nokkrum sterkum samkeppnisþáttum eins og stöðu menntunar og heilbrigðismála, aðlögunarhæfni og sveigjanleika vinnumarkaðar. Styrkleiki þessara þátta kemur hins vegar ekki eins sterkt fram eins og oft áður. Reglur um gjaldeyrismál, skattar og óskilvirkni opinberrar þjónustu, eru dæmi um atriði sem huga þarf betur að.

Skýrslan í heild sinni WEF Global Competitiveness Report 2017-2018

Í 4. sæti hvað varðar samfélagslegan vöxt

Í annarri skýrslu sem ráðið hefur birt kemur fram að Ísland er í fjórða sæti þegar kemur að samfélagslegum vexti í samanburði við aðrar þjóðir. Hafa ber í huga samkeppnishæfni landa mælir getu landa til framíðar með áherslu á hagtölur og sjónarmið ýmissa hagaðila. 

Síðustu ár hefur orðið samhljómur um að skoða vöxt hagkerfa meira út frá samfélags- og félagslegum þáttum (innri vöxt) en ekki einvörðu útfrá af fjárhagslegum viðmiðunum, eins og landsframleiðsla á íbúa. Alþjóða efnahagsráðið birtir núna skýrslu þar sem vöxtur hagkerfa er metinn út frá nýjum viðmiðum. Í greiningunni er þjóðríkjum skipt í tvo flokka, þróuð hagkerfi og svo þróunarhagkerfi. Ísland fellur undir fyrrnefnda flokkunina, en efst þar er Noregur, í öðru sæti er Lúxemborg og í þriðja sæti er síðan Sviss. Af ríkjunum innan þróaðra hagkerfa hefur Ísland náð mestum umbótum síðustu fimm árin. 

WEF_Forum _Inc Grwth _2017-6Uppröðun landa.  Þróuð hagkerfi og þróunar hagkerfi. 

Tekið er mið af sjö atriðum og alls 15 undirviðmiðum. Þessi atriði eru eftirfarandi:

  • Menntun og hæfni – Aðgengi að menntun, gæði og jöfn tækifæri.
  • Grunnþjónusta og innviðir – Grunn- og stafrænir innviðir, heilbrigðisþjónusta og aðrir samfélagslegir innviðir.
  • Spilling og álögur – Viðskipta- og stjórnmálasiðferði, álögur.
  • Sanngirni fjárfestinga innan hagkerfis– Aðgengi að fjármálakerfi og sanngirni í viðskiptalegum fjárfestingum.
  • Eignamyndun og frumkvöðlastarf – Eignarhald í smáfyrirtækjum, eignir einstaklinga og heimila.
  • Atvinnustig og laun – Framleiðni vinnuafls, laun og hlunnindi.
  • Skattar og gjöld – skattar, félagsleg velferð. 

Insight Report skýrslan sem var gefin út fyrr á þessu ári

Fréttatilkynning á ensku Press Release Global Competitiveness Report 2017-2018

Eldri skýrslur má nálgast á vefsíðu okkar um WEF

Hér er að finna nánari upplýsingar um Alþjóðaefnahagsráðið - World Economic Forum

WEF_Forum _Inc Grwth _2017-43