Opnun Nordic Innovation House í New York

22. september 2017

Opnun Nordic Innovation House í New York

Á dögunum var opnað setur Nordic Innovation House í New York, Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrirtækjasetrið fyrir hönd Íslands.  Lítil og meðalstór fyrirtæki sem hyggjast sækja á Bandaríkjamarkað geta fengið þar aðstöðu, ráðgjöf og staðbundið tengslanet.

Verkefnið er leitt af aðalræðisskrifstofu Íslands í New York í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar var viðstaddur opnunina ásamt fulltrúum hinna Norðurlandanna.

NIH_NY

Upplýsingar um setrið í New York og svipaða aðstöðu á vegum Nordic Innovation House í Silicon Valley veitir Berglind Hallgrímsdóttir hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands: berglindh@nmi.is

Allar nánari upplýsingar um verð, aðbúnað og kröfur til fyrirtækja, er að finna á á vef Nordic Innovation House. 

www.nordicinnovationhouse.com/softlanding-ny

Hægt er að sækja um aðstöðu í Nordic Innovation House á vefnum. 
www.nordicinnovationhouse.com/apply-ny