Rússneskir erindrekar

29. september 2017

 

Russnesk Heimsokn

Í átjánda sinn komu fulltrúar frá Rússlandi til viðræðna við Íslendinga um samvinnu í rannsóknum og þróun. Í þetta sinn var tækniviðfangsefnið kynning á nýju rússnesku sprotafyrirtæki frá Moskvu sem þróað hefur búnað til þess að fylgjast með ísingu á háspennulínum, en ísing á línum er þekkt vandamál og kostnaðarsamt á norðlægum slóðum. 

Kynningin fór fram hér á Nýsköpunarmiðstöð 27. september og á meðal innlendra gesta voru aðilar tengdir Landsneti, Rarik og nokkrum leiðandi verkfræðistofum í landinu.  Einnig voru viðstaddir sendifulltrúar og fulltrúar utanríkisráðuneyta landanna.

Vonast er til að samvinna hefjist upp úr þessum fundum og úr verði spennandi samstarf til hagsbóta fyrir báða aðila.

Þorsteinn I. Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands:

„Ég stofnaði til þessa kunningsskapar þegar ég var í Rússlandi vegna Global Energy verðlaunanna og það er ánægjulegt að sjá þetta verkefni komast á góðan rekspöl.“