Erlent samstarf

Evrópumiðstöð á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, leiðir starfsemi  Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi en Íslandsstofa og Rannís eru samstarfsaðilar hennar. Innan EEN starfa um 600 samstarfsaðilar í yfir 50 löndum með yfir 3000 sérfræðingum í öllum geirum rannsókna og atvinnulífsins. sem gerir það að stærsta tækniyfirfærslu og viðskiptaneti sinnar tegundar í heiminum.

Þjónustan er í boði fyrir fyrirtæki sem vilja leita að samstarfsaðilum erlendis, á sviði viðskipta, vöruþróunar eða rannsókna. Einnig stendur þjónustan rannsóknarstofnunum og háskólum til boða. Þjónustan er hluti af stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Þjónustan felst m.a. í:

  • Að koma vöru, nýrri tækni eða þjónustu á framfæri erlendis
  • Leit að erlendu fyrirtæki sem gæti hjálpað til við vöruþróun hérlendis
  • Leit að erlendu fyrirtæki sem býr yfir sérfræðiþekkingu
  • Leit að framleiðsluaðila, dreifingaraðila eða birgja
  • Leit að samstarfsaðilum fyrir styrkjaumsóknir í Evrópuverkefni - t.d. í tengslum við Sjöundu Rannsóknaráætlunina, Samkeppnisáætlunina og Eurostars

Hjá Enterprise Europe Network má finna frekari upplýsingar m.a. varðandi norræna styrki og yfirlit yfir Evrópska styrki og samstarfsvettvanga, sjá www.een.is. Einnig má snúa sér beint til starfsmanna Evrópumiðstöðvar með því að senda á netfangið: een@een.is.

EEN logó 150x150