Upplýsingar fyrir frumkvöðla og fyrirtæki

Velkomin/n á frumkvöðlasetur Nýsköpunarmiðstöðvar!

Velkomin á Frumkvöðlasetur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Við hlökkum til að heyra allt um viðskiptahugmynd þína og veita þér margþættan stuðning við framkvæmd og framgang þinnar hugmyndar! Höfum í huga að þegar uppi er staðið þá ræðst árangur þinn og þinnar hugmyndar að miklu leyti á virkni þinni við hvers kyns tengslamyndun og trú þinni á hugmyndina. 

Við erum til aðstoðar í gegnum ferlið! :)

Frumkvöðlasetur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Nýsköpunarmiðstöð Íslands rekur fjögur frumkvöðlasetur og kemur að rekstri tveggja til viðbótar með það að markmiði að veita frumkvöðlum aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf til að vinna að nýsköpun.

Nánari upplýsingar um setrin er að finna hér

Heimasíðan okkar

Heimasíðan okkar er m.a. upplýsingaveita og vegvísir fyrir frumkvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem hægt er að nálgast viðeigandi upplýsingar um nánast allt sem snýr að stofnun og rekstri fyrirtækja og það óháð þroskastigi og stöðu hugmyndar. Við leggjum áherslu á hagnýtar upplýsingar og einföld verkfæri fyrir frumkvöðla og fyrirtæki við þróun viðskiptatækifæra.

Nánari upplýsingar um þjónustuna er að finna hér

Gjaldfrjáls handleiðsla

Við veitum frumkvöðlum endurgjaldslausa leiðsögn við þróun viðskipta- og vöruhugmynda, stofnun og rekstur fyrirtækis og gerð viðskiptaáætlana. Allir frumkvöðlar eiga jafnframt rétt á handleiðslu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í handleiðslu leiðbeina verkefnisstjórar við ýmis mál sem upp kunna að koma við frumkvöðlastarf og rekstur, t.d. gerð viðskiptaáætlana. Hér er um að ræða faglegan stuðning við undirbúning og mat á því hvort viðskiptahugmyndin sé líkleg til árangurs.

Nánari upplýsingar um handleiðsluna er að finna hér

Við bjóðum ykkur frítt á fundi

Nýsköpunarmiðstöð hefur gert samning við Dokkuna um gjaldfrjálsan aðgang starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem og frumkvöðla og fyrirtækja á setrum Nýsköpunarmiðstöðvar. Hér er um að ræða öflugan vettvang stjórnenda og lykilstarfsmanna sem vilja miðla sín á milli þekkingu, lausnum, hugmyndum og reynslu á fjölmörgum sviðum stjórnunar og rekstrar.  Til að gerast meðlimur gerir þú eftirfarandi:

  • Ferð inn á www.dokkan.is
  • Velur hnappinn "Nýskrá" uppi í hægra horni á forsíðunni
  • Stofnar þinn eigin notendaaðgang og velur notendanafn og lykilorð. Athugaðu sérstaklega, að við skráningu á fundi þarf að nota notendanafn og lykilorð. Muna eftir að skrá í vinnustað: Nýsköpunarmiðstöð Íslands - "nafn fyrirtækisins"
  • Nauðsynlegt að staðfesta tengil (smella á hann), sem kemur til þín í tölvupósti og virkja þannig notendaaðganginn. Leiðbeiningar eru í hverju þrepi skráningarinnar
  • Þú velur þér póstlista (áhugasvið) sem þú kýst að fylgjast með. Hnappur á póstlistann birtist þegar notendaaðgangur hefur verið staðfestur

Skráðu þig snöggvast - smelltu hér

Það er mikið framboð af fundum og ættuð þið eftir megni að gefa ykkur tíma til að sækja áhugaverða fundi sem efnislega gætu orðið ykkur til aðstoðar og tengt ykkur við fólk sem gott er fyrir ykkur að kynnast. Allir viðburðir eru skráðir á viðburðadagatal Nýsköpunarmiðstöðvar - sjá hér

Örfréttir fyrirtækja á frumkvöðlasetrunum

Reglulega sendum við út fréttabréf sem miðar að því að deila reynslusögum og áfangasigrum af fyrirtækjum á frumkvöðlasetrunum.  Við hvetjum ykkur til að vera duglega að deila með okkur áhugaverðum fréttum sem hljóta þá meðal annars birtingu í fréttabréfinu, á heimasíðu okkur og Facebook.  Við erum dugleg við að láta blaðamenn og fréttamenn vita af áhugaverðum hugmyndum þannig að ef þið eruð sýnileg og dugleg við að senda okkur fréttir þá aukið þið til muna líkurnar á að fá umfjöllun í gegnum okkur.

Upplýsingar og áhugaverðar fréttir má senda á Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands: fjalar@nmi.is

Við erum á Facebook

Það er mikið í gangi hjá okkur og margt af því viljið þið ekki láta framhjá ykkur fara. Við reynum eftir megni að deila öllum upplýsingum á hvrotveggja heimasíðuna okkar og Facebook þannig að við hvetjum þig til að gerast vinur okkar

Facebook síðuna okkar er að finna hér

Tengiliður ykkur og hægri hönd innan setranna er Kristján Óskarsson, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Síminn hjá honum er: 522-9287 | netfang: kro@nmi.is

Frumkvöðlahandbók

Handbók þessari er ætlað að veita frumkvöðlum og starfandi fyrirtækjum yfirlit yfir hagnýt verkfæri sem finna má á Netinu og nýta má í rekstri við sölu- og markaðssetningu, netmarkaðssetningu, í kynningarstarfi, við vefsíðugerð og fleira. Finna má öll þau tól og tæki, sem í handbókinni eru kynnt, á Netinu og eru þau traust og ýmist gjaldfrjáls eða mjög ódýr.  

Handbókina má finna hér

Augljóst og heillandi markmið gefur okkur kraft til að afkasta hverju sem er. Það sem mannlegur hugur skilur og trúir, það getur hann líka framkvæmt (Napoleon Hill).