Sölu og markaðsmál

Árangur fyrirtækja grundvallast á því hvernig tekst til í markaðsstarfi á þeim mörkuðum sem þau starfa á.

Öll starfsemi fyrirtækisins miðast að því að uppfylla þarfir viðskiptavina. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvað það er sem viðskiptavinurinn óskar og þarfnast þannig að hægt sé að uppfylla væntingar hans til starfsemi fyrirtækisins.

Gott er að kynna sér stærð markaðar (fjöldi viðskiptavina /umfang sölu) og einkenni markaðar t.d. árstíðarsveiflur. Einnig þarf að skoða vel þróunina sem hefur átt sér stað á undanförnum tímabilum. Athuga þarf hvort kauphegðun viðskiptavina hafi eitthvað breyst eða hvort einhverjir ytri þættir í efnahags- eða stjórnsýsluumhverfinu séu líklegir til að hafa áhrif á markaðinn í framtíðinni.

Mikilvægt er að setja markmið fyrir markaðssetningu og markmiðin ættu að vera SMART - skýr, mælanleg, aðgengileg, raunhæf og tímasett. Dæmi: Að auka söluna á vöru X um 20% á árinu 20XX með því að búa til markaðsherferð á Facebook.

Markaðsáætlanir eiga að ná yfir allt markaðsstarf, hvort sem það telst í hefðbundnum miðlum eða netmiðlum og hvor sem þú nýtir þér aðferðafræði efnismarkaðssetningar eða notir hefðbundnar auglýsingar. Í markaðsáætlun gerir þú einnig ráðstafanir með söluleiðina.


Skjöl tengd markaðsmálum