Styrkir og fjármögnun

Er viðskiptaáætlunin klár?

Oftast þarf fjármagn til að hugmynd geti orðið að raunverulegum rekstri. Því betur sem þú hefur skilgreint hugmyndina og getur rökstutt viðskiptagrundvöll hennar, því meiri líkur eru á að þú getir fjármagnað verkefnið annað hvort með styrk eða með því að fá fjárfesta inn.

Þegar fyrirtækið er á hugmyndastigi má gera ráð fyrir að frumkvöðull þurfi að verja umtalsverðum tíma í að vinna að hugmyndinni.

Frumkvöðullinn þarf að líta á þennan tíma sem fjárfestingu í fyrirtækinu. Ef þú ert ekki tilbúin/nn til að taka áhættu með eigið fé og tíma, hvers vegna ættu þá aðrir að veðja á þína hugmynd með sínu fjármagni?

Æskilegt er að þú finnir snemma út hversu mikið fjármagn þú þarft til að koma hugmyndinni áfram. Stundum getur dugað að fá yfirdrátt hjá bankanum, eða langtímalán. Ef mikla nýsköpun er að finna í hugmyndinni getur þú átt möguleika á opinberum styrkjum. Ef þú getur sýnt fram á mikla nýsköpun og að fyrirtækið eigi möguleika á erlendum markaði, aukast líkurnar á að þú getir sannfært fjárfesta að koma með fé inn í reksturinn fyrir ákveðna eignarhlutaprósentu af fyrirtækinu.

Er viðskiptaáætlunin klár?