Markmið

Að bjóða starfstengda endurmenntun sem uppfyllir þær þekkingarkröfur sem millistjórnendur þurfa að búa yfir á hverjum tíma.  Breytingar eru að eiga sér stað í menntakerfinu þar sem áhersla er lögð á skilgreindar hæfnikröfur eða lærdómsviðmið. Í því sambandi er horft til hugtakanna þekking, leikni og hæfni. Millistjórnendur eru lykilstarfsmenn með verkefna- og mannaforráð og þurfa á hverjum tíma að skipuleggja og bera ábyrgð daglegum verkum undirmanna.  Jafnframt bera þeir ábyrgð gagnvart atvinnurekanda og eru trúnaðarmenn hans.

Kröfur til millistjórnenda í nútíma rekstri eru miklar og nauðsynlegt að hafa yfirgrips mikla þekkingu til að sinna starfinu.  Eitt helsta markmið þessa náms er að tryggja þátttakendum með ákveðnum hæfnikröfum þá þekkingu, leikni og hæfni sem þarf.  Það er gert á ákveðinn hátt með lýsingu á kunnáttu eða hæfniviðmið/kröfur