Að hefjast handa

Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að fara af stað, þarf að huga að mörgum hlutum. Því betur sem hugmynd er unnin þeim mun meiri möguleikar eru á að ná árangri. Það er því mikilvægt að vinna vel með hugmyndina áður en farið er út í sjálfan reksturinn. Skoða þarf vel hvaða rekstrarform henti hugmyndinni og hvaða leyfi þurfi til þannig að rekstur geti hafist.

Mismunandi félagaform

Leyfi

Þegar stofna á fyrirtæki er nauðsynlegt að komast að því hvort þörf er á leyfum fyrir viðkomandi starfssemi eða skrá á einhvern hátt.  Ekki er ósennilegt að þörf sé á ákveðnum leyfum í ákveðnum fyrirtækjarekstri og má þar helst nefna starfsleyfi af ýmsum toga sbr. sveins- eða meistarabréf, löggildingu, vottun og þess háttar. 

Gott er að hafa tímann fyrir sér og skoða eins fljótt og auðið er hvort þörf sé á leyfum þar sem tíma getur tekið að afla þeirra og leita umsagna og annarra gagna sem gætu reynst nauðsynleg leyfisveitingunni. Yfirlit yfir leyfi má finna í verkfærakassa til hægri.


Gagnlegir tenglar