Handleiðsla

Handleiðsla

Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir frumkvöðlum endurgjaldslausa leiðsögn við þróun viðskipta- og vöruhugmynda, stofnun og rekstur fyrirtækis og gerð viðskiptaáætlana.

Hvað er handleiðsla?

Handleiðsla er þjónusta sem Impra á Nýsköpunarmiðstöð býður frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum endurgjaldslaust. Í handleiðslu leiðbeina verkefnisstjórar fólki við ýmis mál sem upp kunna að koma við frumkvöðlastarf og rekstur, t.d. gerð viðskiptaáætlana. Með handleiðslu eru þátttakendur studdir á faglegan hátt við undirbúning og mat á því hvort viðskiptahugmyndin sé líkleg til árangurs.

Handleiðsla getur falist í einu viðtali eða staðið yfir lengri tíma.

Framkvæmd

Framkvæmd handleiðslu felst að verulegu leyti í eftirfarandi þáttum:

  • Upplýsingagjöf varðandi þróun viðskiptahugmynda
  • Leiðbeiningu við gerð viðskiptaáætlana
  • Leiðbeiningar varðandi leit að samstarfsaðilum
  • Leiðsögn við stofnun fyrirtækja
  • Leiðsögn um vernd hugmynda
  • Leiðbeiningum um undirbúning fyrir fjármögnun
  • Aðstoð við að koma á sambandi við fjárfesta eða samstarfsaðila
  • Leiðbeiningar og ábendingar varðandi styrkja- og lánsumsóknir.
  • Aðstoð við annað sem fellur undir það að hrinda viðskiptahugmynd af stað, þróa eða koma henni í framkvæmd.

Nánari upplýsingar um handleiðslu veitir Hildur Sif Arnardóttir upplýsingafulltrúi á netfanginu hildur@nmi.is og í síma 522-9000. Einnig getur þú nýtt þér gagnvirku handleiðsluna en þá fer handleiðslan fram á netinu. 

Ósk um handleiðslu