Erlent samstarf

Evrópumiðstöð á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, leiðir starfsemi  Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi en Íslandsstofa og Rannís eru samstarfsaðilar hennar. Innan EEN starfa um 600 samstarfsaðilar í yfir 50 löndum með yfir 3000 sérfræðingum í öllum geirum rannsókna og atvinnulífsins. sem gerir það að stærsta tækniyfirfærslu og viðskiptaneti sinnar tegundar í heiminum.

Þjónustan er í boði fyrir fyrirtæki sem vilja leita að samstarfsaðilum erlendis, á sviði viðskipta, vöruþróunar eða rannsókna. Einnig stendur þjónustan rannsóknarstofnunum og háskólum til boða. Þjónustan er hluti af stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Þjónustan felst m.a. í:

  • Að koma vöru, nýrri tækni eða þjónustu á framfæri erlendis
  • Leit að erlendu fyrirtæki sem gæti hjálpað til við vöruþróun hérlendis
  • Leit að erlendu fyrirtæki sem býr yfir sérfræðiþekkingu
  • Leit að framleiðsluaðila, dreifingaraðila eða birgja
  • Leit að samstarfsaðilum fyrir styrkjaumsóknir í Evrópuverkefni - t.d. í tengslum við Sjöundu Rannsóknaráætlunina, Samkeppnisáætlunina og Eurostars

Á vefsíðu Enterprise Europe Network má finna frekari upplýsingar, sjá www.een.is. Einnig má snúa sér beint til starfsmanna Evrópumiðstöðvar með því að senda á netfangið: een@een.is.

EEN logó 150x150