Eurostars

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís buðu til opins kynningarfundar um Eurostars-2, möguleika á fjármögnun verkefna sprotafyrirtækja sem stunda sjálf rannsóknir og þróun. Á fundinum var einnig sagt frá þjónustu Enterprise Europe Network við sprotafyrirtæki. Kynningarfundurinn er ætlaður litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Fundurinn var haldinn fimmtudaginn 29. janúar 2015 frá kl. 9:00 – 10:30 á Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Árleyni 8 á Keldnaholti.

Umsóknarfrestur til Eurostars er opinn en næst verður umsóknum smalað saman  5. mars  2015.

Dagskrá og hlekkir á allar glærur fundarins:

  • Snæbjörn Kristjánsson, verkfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, landsfulltrúi í stjórn Eurostars fjallaði um umsóknarferlið.  
  • Helga Waage sagði frá vinnu 12 manna alþjóðlegu Eurostars matsnefndarinnar (International Evaluation Panel) sem metur og raðar umsóknum í endanlega röð.
  • Ásgeir Eiríkur Guðnason hjá Sæbýli hf. og Eyjólfur Reynisson hjá Matís ohf  kynntu nýtt  Eurostars verkefni: Sustain Larvae sem er í samvinnu við FishVet Group LTD á Englandi.
  • FIIA Eurostars „success story“. Reynsla og áhrif Eurostars á fyrirtækið eftir verkefnislok.  Herwig Lejsec framkvæmdastjóri Videntifier Technologies ehf.
  • Kjartan Due Nielsen, verkefnisstjóri hjá Enterprise Europe Network á Íslandi kynnti þjónustu EEN fyrir sprotafyrirtæki (SME´s) og tækifæri til samstarfs erlendis.

Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og mun koma að fjármögnun þeirra verkefna sem fá brautargengi hjá Eurostars.

Nánari upplýsingar

Íslensk upplýsingasíða  http://www.nmi.is/eurostars 

Erlend umsóknarsíða  og upplýsingar fyrir umsækjendur  http://www.eurostars-eureka.eu

Bæklingur um Eurostars

Næsti umsóknarfrestur fyrir Eurostars 2 umsóknir er 5. mars 2015.

Fyrr á árinu 2014 voru kynnt tvö ný Eurostars verkefni: Brynhildur Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Marinox ehf  kynnti verkefnið NUTRIS, og Sigurður Bogason hjá Markmar ehf kynnti verkefnið Bonafide.

Upplýsingar um Eurostars áætlunina

Eurostars er áætlun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun.

Eurostars-verkefni eru rannsóknar- og þróunarverkefni sem geta verið á hvaða tæknisviði sem er. Þau eiga að vera til almenningsnota en ekki hernaðarnota. Markmið þeirra sé þróun á nýrri vöru, ferli og þjónustu. Eurostars-verkefni eru samstarfsverkefni milli a.m.k. tveggja lögaðila frá tveim Eurostars-löndum sem taka virkan þátt í áætluninni. Auk þess er skilyrði að aðalumsækjandinn í verkefninu sé lítið eða meðalstórt fyrirtæki (LMF) sem stundar sjálft rannsóknir og þróun og sé frá einu af Eurostarslöndunum. Fjármögnun verkefnanna er að mestu leyti frá þátttökulöndunum, á Íslandi frá Tækniþróunarsjóði en ESB leggur til viðbótar "top-up" til Eurostars-áætlunarinnar.

Hlutverk þátttakendanna í verkefninu skal vera verulegt eða að a.m.k 50% af verkþáttum verkefnisins sé unnið af þeim. Gert er ráð fyrir að nokkurt jafnræði sé með þátttakendunum og enginn einn aðili verkefnisins vinni meira en 75% af verkefninu.

Eurostars-verkefni eru unnin á forsendum fyrirtækjanna sem eru í forsvari og eru verkefnin nálægt markaði. Verkefnin geta verið að hámarki til 3ja ára og skyldi afrakstur verkefnisins sem vara eða þjónusta vera tilbúin á markað eftir 2 ár frá verkefnislokum. Undantekning frá þessu er fyrir verkefni á sviði heilbrigðistækni eða læknisfræði en þar skulu klínískar rannsóknir hefjast innan 2ja ára frá verkefnislokum.

Þau 33 lönd sem taka virkan þátt í Eurostars-áætluninni eru Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Ísland, Írland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxembúrg, Malta, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland.

Hámarksstuðningur til íslensks hluta Eurostars verkefnis getur orðið

  • 15 m.kr við 1 árs verkefni
  • 30 m.kr við 2ja ára verkefni
  • 45 m.kr við 3ja ára verkefni

Viðurkenndur kostnaður verkefnis er eins og hjá Tækniþróunarsjóði. Stuðningur sjóðsins hvert ár getur aldrei verið meiri en 50% af árlegum heildarkostnaði.

Framlag frá ESB er 25% af því sem Tækniþróunarsjóður leggur fram til verkefnisins.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Eurostars, en öll samskipti eru um heimasíðuna, á beinlínuformi og í lokin er umsókn send inn á síðunni.

http://www.eurostars-eureka.eu/

Vilt þú verða matsmaður hjá Eurostars?

Eureka skrifstofan í Brussel er að leita að tæknilegum sérfræðingum til að meta Eurostars umsóknir.  Hver umsókn er metin af tveim tækni- og markaðssérfræðingum. Matið er rafrænt og er öll gagnavinnsla yfir netið. 

Besta leiðin til að kynnast Eurostars er að gerast matsmaður.  

Nánari upplýsingar er að finna hér

Hægt er að gerast áskrifandi að Eureka eZine fréttabréfinu hér

Nánari upplýsingar um EUROSTARS veitir:
Snæbjörn Kristjánsson, verkfr. landsfulltrúi Eurostars og Evreka (NPC)
Rekstrarstjóri rannsókna og þróunar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Sími:522 9372
Netfang: skr@nmi.is