Vöxtur og vöruþróun

Þegar reksturinn er kominn af stað - og sér í lagi þegar hann hefur sannað sig - þarftu að fara að huga að endurnýjun, frekari vöruþróun, koma með nýjar hugmyndir, nýtt fé, allt til að stuðla að vexti fyrirtækisins. Það er fjarri því að öll fyrirtæki nái að vaxa en hafir þú gert ítarlegar og góðar áætlanir um vöxt  er líklegra að árangur náist.

Í raun eru fá fyrirtæki fær um að ná verulegum vexti og ekki tekst öllum fyrirtækjum að vaxa þrátt fyrir vilja eigenda. Því er mikilvægt ef þú hyggur á vöxt að finna út hvort það henti fyrirtæki þínu og hvort þú og stjórnunarteymi þitt séu tilbúin í það. Umfram allt verður þú að vera meðvitaður um þær þrautir sem þú kemur til með að standa frammi fyrir þegar fyrirtækið fer í gegnum hin ýmsu skeið vaxtar.