Viðhald og verðmæti

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur frá upphafi tekið þátt í hvatningarátaki stjórnvalda Allir vinna í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins um viðhald og viðgerðir á byggingum. Samfara miklum nýbyggingarframkvæmdum er meðalaldur húsnæðis lágur hérlendis eða innan við 30 ár. Viðhaldsþörf bygginga hefur því verið í lágmarki en fyrirséð er að þörfin fyrir viðhald og endurbyggingu fer stigvaxandi. Nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi verðmæti fasteigna með reglubundnu og fyrirbyggjandi viðhaldi og endurnýjun.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur um árabil gefið út ýmiss konar efni bæði fyrir fagaðila og húseigendur sem geyma mikilvægar upplýsingar um viðgerðir og viðhald bygginga. Húseigendum er bent á að leita ráðgjafar sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í viðhaldi bygginga með tilliti til orkusparnaðar áður en stofnað er til meiriháttar endurbóta. Það eru einkum tvær deildir hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem sérhæfa sig meðal annars í viðhaldi fasteigna: