Orkusparnaður

Þegar viðgerðir og viðhald bygginga er skipulagt er mikilvægt að huga að aðgerðum til orkusparnaðar samhliða viðgerðum. Þó að Íslendingar búi við lágt orkuverð samanborið við nágrannaþjóðirnar er nokkuð víst að orkuverð muni fara hækkandi á komandi árum. Oft er um að ræða einfaldar aðgerðir, sem felast fremur í útfærslu lausna en að stofnað sé til sértækra orkusparnaðaraðgerða, t.d. viðbótareinangrun, einangrun kuldabrúa, val á glergerð, staðsetning og frágangur rakavarna- og vindþéttilaga, þéttleiki útveggja, glugga og þaks almennt o.s.frv. sem geta minnkað varmatap bygginga og leitt til verulegs orkusparnaðar. Sé þörf á umfangsmeiri og kostnaðarsamari endurbætur er ástæða fyrir húsbyggendur að huga að sérstökum aðgerðum til orkusparnaðar samfara endurbótunum. Þessar aðgerðir fela oftast í sér verulegan kostnað sé stofnað til aðgerðanna einna og sér. Séu þær hins vegar skipulagðar sem hluti nauðsynlegra endurbóta verður hægkvæmni þeirra mun meiri en ella t.d. klæðning útveggja, endurbygging á þaki eða útskipting á gluggum.

Húseigendum er bent á að leita ráðgjafar sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í viðhaldi bygginga með tilliti til orkusparnaðar áður en stofnað er til meiriháttar endurbóta.