Gildin okkar


Sköpun | Snerpa | Samstarf | Mannauður

Um Nýsköpunarmiðstöð

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hvetur til nýsköpunar og eflir framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Við lítum á nýsköpun sem forsendu fyrir fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og undirstöðu sterkrar samkeppnisstöðu þess.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og starfar eftir lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun (nr. 75/2007).

Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar er prófessor Þorsteinn Ingi Sigfússon. Stöðugildi við stofnunina eru níutíu.

Fjölbreytt starfsemi í þágu atvinnulífsins

Kjarnastarfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar skiptist í tvö svið:

Afgreiðslutími Nýsköpunarmiðstöðvar

Afgreiðsla Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er opin frá kl. 08:30 - 16:00 alla virka daga.


Nánari upplýsingar veitir Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri í síma 522 9000 og 699 6900 og á netfanginu fjalar@nmi.is