Alþjóðaefnahagsráðið

Vísitala Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni er einn virtasti mælikvarði á efnahagslíf þjóða víða um heim. Vísitalan er víðtæk og endurspeglar þá þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtarmöguleika. Samkeppnishæfnivísitalan byggir á opinberum upplýsingum og könnun sem framkvæmd er meðal stjórnenda í atvinnulífinu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili Alþjóðaefnahagsráðsins og framkvæmdaraðili rannsóknar á Íslandi. Rannsóknin er framkvæmd á tímabilinu febrúar – maí ár hvert og liggja niðurstöður rannsóknar fyrir í byrjun september sama ár.

Hér er að finna afrit af skýrslum og niðurstöðum rannsókna síðustu árin: