Alþjóðaefnahagsráðið

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili Alþjóðaefnahagsráðsins og framkvæmdaraðili rannsókna á Íslandi sem snúa að öflun opinberra upplýsinga og könnunum sem framkvæmdar eru á meðal stjórnenda í atvinnulífinu.

Alþjóða efnahagsráðið er sjálfstæð, alþjóðleg stofnun sem hefur það að markmiði að stuðla að bættu efnahagsástandi í heiminum meðal annars með því að afla mikilvægra upplýsinga frá atvinnulífinu, stjórnvöldum, menntastofnunum, öðrum stjórnendum og hagsmunaðilum. Tilgangurinn er að veita yfirsýn yfir samkeppnisstöðu 132 ríkja á fjölbreyttum sviðum.

Jafnréttismál

Alþjóðaefnahagsráðið gefur reglulega út skýrslur um stöðu jafnréttismála  Framþróun er almennt hæg á sviði jafnréttismála á alþjóðavísu en hingað til hafa Norðurlöndin séð um að verma efstu sætin. Mörg ríki eiga verulega langt í land við að brúa bilið í jafnrétti kynjanna þrátt fyrir að efstu ríkin á listanum hafi náð góðum árangri við að brúa umrætt bil. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili ráðsins hér á landi við gerð skýrslunnar. jákvæðar umbætur á þessu sviði eru mjög mikilvægar fyrir samkeppnishæfni ríkja.

Samkeppnishæfni

Vísitala Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni er einn virtasti mælikvarði á efnahagslíf þjóða víða um heim. Vísitalan er víðtæk og endurspeglar þá þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtarmöguleika. Samkeppnishæfnivísitalan byggir á opinberum upplýsingum og könnun sem framkvæmd er meðal stjórnenda í atvinnulífinu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili Alþjóðaefnahagsráðsins og framkvæmdaraðili rannsóknar á Íslandi. Rannsóknin er framkvæmd á tímabilinu febrúar – maí ár hvert og liggja niðurstöður rannsóknar fyrir í byrjun september sama ár.

Hér er að finna afrit af skýrslum og niðurstöðum rannsókna síðustu árin:

Nánari upplýsingar um Alþjóðaefnahagsráðið er að finna hér