Umsókn um starf

Nýsköpunarmiðstöð Íslands byggir á miklum mannauði og sérfræðiþekkingu sem skapar miðstöðinni gott orðspor á alþjóðavísu. Miðstöðin er þekkt fyrir samfélagslegt framlag sitt og fjölskyldugildi. Eftirfarandi gildi einkenna fyrirtækjamenningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru rauður þráður í allri starfsemi miðstöðvarinnar:

  • Sköpun: Vera hvati til nýsköpunar og nýrra lausna.
  • Snerpa: Skynja umhverfið og bregðast við með ábyrgum hætti.
  • Samstarf: Vera leiðandi aðili í samstarfi frumkvöðla, fyrirtækja og háskólastofnana, jafnt hérlendis sem erlendis.
  • Mannauður: Laða afburðastarfsfólk til miðstöðvarinnar og skapa því hvetjandi vinnuumhverfi sem byggir á jafnrétti og framúrskarandi starfsháttum.

Almenn umsókn

Hér er hægt að sækja um starf hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en athugið að öll störf eru auglýst sérstaklega. Allar almennar umsóknir eru settar í vörslu.

  • Mynd þarf að fylgja umsókn. Mikilvægt að myndgæði séu góð. Mynd þarf að vera á JPG formi
  • Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál
  • Athugið að fylla verður út í þá reiti sem merktir eru með stjörnu (*). Valfrjálst er hvort fyllt er í aðra reiti umsóknarinnar

Takk kærlega fyrir að sýna starfsemi okkar áhuga.

Almenn starfsumsóknVinsamlega greinið frá fjölskylduhögumSkráið nýjustu menntun fyrst.


Skráið síðasta vinnustað efst.
Vinsamlega vísið ekki til vina eða skyldmenna, vísið til þeirra sem þekkja þig vel í starfi.