Áhugaverður og skemmtilegur dagur

Dagsetning: föstudagur, 1. mars 2013 - föstudagur, 1. mars 2013

Klukkan: 00:00 - 00:00

Staður: Harpa tónlistarhús

Íslenski markaðsdagurinn haldinn hátíðlegur með veglegri ráðstefnu í Hörpu í salnum Silfurbergi föstudaginn 1.mars kl.8.30 - 16.00. Hver og einn sem áhuga hefur á markaðsmálum og vill vera vel tengdur lætur auðvitað þennan viðburð ekki framhjá sér fara. Von er á góðum erlendum gestum sem fyrr, en þau munu flytja ólík en afar áhugaverð erindi um m.a. tilfinningaleg tengsl í markaðssetningu, breytta kauphegðun og trúverðuleika, dreifingaþjónustu netverslana, og safabarina sem allir eru ólmir í.

Ráðstefnustjóri er Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðssviðs Marel.

Þetta verður flottur, áhugaverður og skemmtilegur dagur einsog ávallt svo munið að taka daginn frá og skrá ykkur á heimasíðu ÍMARK.

Hittumst öll í Hörpu þann 1.mars!