Íslenskt kerfi í notkun hjá BMW

Dagsetning: miðvikudagur, 6. mars 2013 - miðvikudagur, 6. mars 2013

Klukkan: 08:30 - 09:50

Staður: Opni háskólinn, Menntavegi 1, 101 Reykjavík - stofa 216

Jón Halldórsson stofnandi og eigandi Circle coach kynnir hugmyndafræðina á bak við circlecoach.com sem er hjálpartæki fyrir þá sem vilja setja sér markmið með markvissari hætti og nýtist einnig markþjálfum til að halda utan um markmið viðskiptavina sinna.

Thor Ólafsson stjórnendaþjálfari í Þýskalandi mun segja frá því hvernig kerfið hefur nýst í vinnu með risafyrirtæki á borð við BMW en hann notar Circle coach til að skoða hvernig stjórnendur eru að vinna með gildi fyrirtækisins og markmið þeim tengdum. Afar áhugaverður fundur um það nýjasta í markmiðasetningu og hvernig erlend stórfyrirtæki eru að nýta sér íslenskt hugvit í þróun starfsmanna sinna.

Ekki missa af þessum fundi.

Skráning fer fram hér