Möguleikar í kvikmyndagerð á Íslandi

Dagsetning: þriðjudagur, 5. mars 2013 - þriðjudagur, 5. mars 2013

Klukkan: 12:00 - 13:00

Staður: Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - stofa 201

  • Getum við skapað 5000 ný störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði á næstu fimm árum ?
  • Getum við gert kvikmyndagerð að jafnoka sjávarútvegs, stóriðju eða ferðamennsku í íslensku efnahagslífi?

Frummælandi: Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi og stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands.

Böðvar Bjarki mun fjalla um þá möguleika sem felast í kvikmyndagerð á Íslandi, greina þær forsendur sem liggja að baki hámarksárangri og útskýra hvers vegna Íslendingar ættu að sækja fram á þessu sviði. Þá mun hann kynna staði eins og Nollywood í Nígeríu, Bollywood á Indlandi og Hollywood í Bandaríkjunum, þar sem kvikmyndaiðnaðurinn hefur náð miklu flugi og benda á hvað við getum lært og tileinkað okkur. Að lokum verður svo reynt að svara spurningu fyrirlestursins um hvernig íslenskur kvikmyndaiðnaður getur skapað 5000 ný störf.

Fyrirlesturinn hentar öllum frumkvöðlum; listamönnum, stjórnmálamönnum og ekki síst fjárfestum sem hafa áhuga á að byggja upp öflugan sköpunariðnað á Íslandi.

Nýsköpunarhádegi Klaks er haldið í hádeginu á hverjum þriðjudegi í O2 húsinu. Nýsköpunarhádegi Klaks er samstarfsverkefni Klak – Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, Landsbankans, Stjórnvísi, Samtaka iðnaðarins, og Viðskiptablaðsins.