Skipurit fyrirtækja og notagildi þeirra

Dagsetning: þriðjudagur, 5. mars 2013 - þriðjudagur, 5. mars 2013

Klukkan: 08:30 - 09:30

Staður: Menntavegur 1, 101 Reykjavík í HR í stofu M215

Þriðjudaginn 5. mars standa Vendum, Opni háskólinn og Stjórnvísi fyrir áhugaverðum morgunfundi um skipurit fyrirtækja og notagildi þeirra í rekstri fyrirtækja. Fundurinn er annar í röð funda í samvinnu Vendum, Opna háskólans og Stjórnvísi og er haldinn í Opna háskólanum, kl 8.30-9.30.

Á fundinum mun Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans tala um skipurit sem tæki til að innleiða stefnu en skipurit Landsbankans hefur markvisst verið notað til að breyta áherslum í rekstrinum í samræmi við stefnu bankans. Árangurinn af þessu hefur m.a. skilað sér í því að viðskiptavinir Landsbankans eru nú þeir ánægðustu á fjármálamarkaði eins og mælingar á vegum Íslensku ánægjuvogarinnar staðfesta. Dr. Þóranna Jónsdóttir framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar hjá HR mun opna fundinn og fjalla stuttlega um reynslu sína af samspili stefnu, breytingastjórnunar og skipulags.

Fundarstjóri er Guðmunda Smáradóttir forstöðumaður Stjórnmenntar Opna háskólans.