Hvað virkar og hvað virkar ekki?

Dagsetning: föstudagur, 15. mars 2013 - föstudagur, 15. mars 2013

Klukkan: 17:15 - 18:15

Staður: Stofa HT-102 á Háskólatorgi

Einn af fremstu sérfræðingum á sviði klasamála, Ifor Ffowce-Williams, er á leið til landsins í einkaerindum. Hann vill nota tækifærið og hitta alla áhugasama um málaflokkinn í Íslandsferð sinni. Föstudaginn 15. mars bjóðum við þér að koma og hlusta á Ifor flytja erindi sem hann nefnir “Cluster Development – International Best Practices”. Málstofan hefst stundvíslega kl. 17:15 í stofu HT-102 á Háskólatorgi. 

Ifor er vel þekktur fyrirlesari hérlendis og vinsæll fyrirlesari á alþjóðavísu. Hann starfar sem ráðgjafi á sviði klasamála, samkeppnishæfni og nýsköpunar bæði fyrir fyrirtæki og opinbera aðila. Nýlega gaf hann út bókina Cluster Development - The Go To Handbook þar sem farið er í innleiðingu á aðferðafræði klasa skref fyrir skref.

Skráning á málstofuna fer fram hér

Eftirfarandi aðilar koma að fundinum:

  • Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Sjávarklasinn
  • Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Gekon
  • Netspor