Framtíðarfræði og velferðartækni, Hacking for health

Dagsetning: mánudagur, 4. september 2017 - mánudagur, 4. september 2017

Klukkan: 14:00 - 19:00

Mánudaginn 4. september verður hakkaþon haldið í Háskólanum í Reykjavík undir formerkjum Hacking for health, í tilefni alþjóðlegs dags MND sjúkdómsins þann 5. september. Hakkaþonið byrjar klukkan 14:00 og stendur til 19:00. Hægt er að taka þátt í allri dagskrá, eða bara hluta.

Í ljósi stöðugt flóknari heilsufarsvandamála er mikilvægt virkja nýsköpunarhæfileika fólks með sem breiðastan bakgrunn. Hakkaþon gefa framtakssömum einstaklingum tækifæri á því að skoða bakgrunn vandamála og finna leiðir til lausna.

Velferðartækni og nýsköpun innan hennar er vaxandi geiri. Þessi viðburður er tækifæri til að stækka tengslanetið, virkja sköpunargáfuna og finna lausnir.

Sjá nánar dagskrá og skráning á Facebook síðu viðburðar.