Erlend frumkvöðlasetur

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er í miklu samstarfi við norrænar systurstofnanir og samtök. Norrænir aðilar reka í sameiningu frumkvöðlasetur í New York og í Silicon Valley undir merkjum Nordic Innovation House.

New York

Nordic Innovation House, frumkvöðlasetur fyrir norræn frumkvöðlafyrirtæki, starfar nú einnig í New York. Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og systurstofanana á Norðurlöndunum. Aðstaðan í New York er rekin í húsnæði á vegum We Works sem veitir setrinu mikinn sveigjanleika hvað varðar staðsetningu í þessari eftirsóttu borg. 

 

 


Silicon Valley

Nordic Innovation House, frumkvöðlasetur fyrir norræn frumkvöðlafyrirtæki, er starfrækt í Kísildal í Kaliforníu. Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og systurstofanana á Norðurlöndunum.

Samstarf á milli heimshluta getur skilað vexti heima og á alþjóðamörkuðum eins og raunin hefur verið hjá fyrirtækjum eins og Skype og Rovio, sem skapað hafa þúsundir starfa í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.