Erlend markaðssókn og nýsköpun

Við veitum sérsniðna ráðgjöf sem auðveldar fyrirtækjum sókn á nýja markaði og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Sérfræðingar okkar hafa þekkingu og reynslu til að veita fyrirtækjum sérsniðna aðstoð við nýsköpun og til vaxtar.

Erlend markaðssókn

Við bjóðum metnaðarfullum fyrirtækjum sem eru í vaxtarhug  sérsniðna ráðgjöf sem auðveldar þeim hraðari sókn á nýja markaði og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Aðstoðin felst meðal annars í einstaklingsráðgjöf, sérsniðnum námskeiðum og úrræðum, gestafyrirlesurum utan um sérvalin málefni og eftirfylgni. Fyrirtæki í hröðum vexti þurfa aðgengi að fjármagni, gott tengslanet og sterka áætlun svo fátt eitt sé nefnt. Haldnar verða vinnustofur með reglulegu millibili með það að markmiði að styðja við sérsniðnar þarfir fyrirtækja í örum vexti. Einnig bjóðum við upp á að fara í gegnum alla helstu þætti fyrirtækisins með þar til gerðu greiningartóli. Við munum gera okkar besta að skila sem árangri sem viðskiptavinir eru ánægðir með. 

Við styðjum fyrirtæki að móta nýsköpunarferla og koma nýsköpun sinni hraðar á markað. Við aðstoðum við að greina arðbær viðskiptatækifæri og með sérfræðiráðgjöf okkar geta fyrirtæki aukið alþjóðasókn sína á öruggan hátt.

Hvaða atvinnugrein sem er, við gerum okkar besta til að ráðleggja varðandi markaðstækifæri og styrkjamöguleika sem hjálpa þínu fyrirtæki í aukinni alþjóðasókn. Við bjóðum hagnýta ráðgjöf og markvissar markaðsupplýsingar og veitum stuðning út ferilinn.

 

 

 

 

 


Verklag í markaðssókn

Það fyrsta sem þarf að gera þegar kemur að markaðssetning vöru og þjónustu erlendis er að gera markaðsrannsókn sem að tekur mið af þeim lögum og reglum sem að gilda á nýja markaðnum. Að auki þarf að taka tillit til mismunandi menningarheima á hinum ólíku mörkuðunum þegar kemur að sölu og markaðssetningu.

 Þegar fyrirtæki huga að alþjóðasókn þarf að taka eftirfarandi skref áður en útflutningur hefst: 

  • Gera markaðsrannsókn
  • Greina markaði / inn og velja leið inn á markaðinn. 
  • Einnig er gott að hafa samband við aðila í stuðningsumhverfinu eins og Evrópumiðstöð á Nýsköpunarmiðstöð (Enterprise Europe Network) eða Íslandsstofu til að fá ráðgjöf.

PESTLE-greining

Til að vera sem best undirbúin undir útflutning á óþekkta markaði þá er gott að kynna sér aðstæður þar sem best. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu er að gera PESTLE greiningu (pólítík; efnahagsmál; samfélagsmál; tækni; lög og reglur; umhverfismál). Við þessa greiningarvinnu er fjöldi erlendra heimilda sem hægt er að sem geta gefið góðar upplýsingar við þessa vinnu.  

 GAN Business Anti-Corruption Portal

Vefgátt með upplýsingum um lög, reglugerðir og spillingu

The World Trade Organization (WTO)

Alþjóðaviðskiptastofnunin https://www.wto.org/

Your Europe

Hagnýtur leiðarvísir fyrir viðskipti í Evrópu

International Trade Center (ITC)

Stuðningur við alþjóðavæðingu lítilla- og meðalstórra fyrirtækja 

Það er alveg hægt að fara beint með vöru/þjónustu á aðra markaði en sala á vöru og þjónustu á erlendum mörkuðum gerist mjög sjaldan án milliliða. Fyrirtæki þurfa að skoða hinar mismunandi dreifileiðir sem í boði eru og velja þá leið sem hentar best þeirra vöru og/eða þjónustu. Einnig þarf að hafa í huga að það er mismunandi á milli landa hvernig milliliðir og hvaða dreifileiðir henta best, en þetta getur líka verið mismunandi eftir því hvaða vöru og/eða þjónustu um er að ræða. Algengt er að nýta sér umboðsaðila þegar byrjað er að selja vöru eða þjónustu á nýjum makaði, sá aðili þekkir markaðinn og viðkomandi iðnað vel.

 Sumar vörur eru þess eðlis að fyrirtæki verður að vera með viðveru á markaðnum og þarf þá líklega að stofna dótturfélag eða útibú í því landi sem fyrirhugað er að selja á.

 Á vef Íslandsstofu má einnig finna haldgóðar upplýsingar þegar kemur að vali á dreifileiðum erlendis.    


Katrín Jónsdóttir
Katrín Jónsdóttir
Verkefnastjóri
Kjartan Due Nielsen
Kjartan Due Nielsen
Verkefnastjóri - Evrópumiðstöð (EEN)
Mjöll Waldorff
Mjöll Waldorff
Verkefnastjóri - Evrópumiðstöð (EEN)