Softlanding prógram í Rússlandi fyrir sprotafyrirtæki

Softlanding prógram í Skolkovo Rússlandi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur hafið samstarf við Skolkovo Community í Rússlandi.

Þar er starfrækt reglulega tveggja vikna Softlanding prógramm fyrir alþjóðleg sprotafyrirtæki sem hafa áhuga á Rússlandi. Á þessum tveim vikum gefst hverjum sprota í samvinnu við sinn staðbundna verkefnastjóra tækifæri á að vinna við að setja upp áætlun, þróa vörur, aðlaga þær að rússlandsmarkaði, finna samstarfsaðila, viðskiptavini og fjárfesta.

Prógrammið er frítt og skráning fer fram hér

Af hverju þetta prógram?
- Rússlandsmarkaður er óplægður akur. Miklir möguleikar til vaxtar
- Prógrammið er gjaldfrjálst
- Hver þátttakandi fær sinn verkefnastjóra til að leiðbeina með viðskiptamódel, þróun vöru, samtal við birgja, fjárfesta og samstarfsaðila og fleira sem tengist sölu á nýjum markaði
- Frítt skrifstofupláss í mánuð
- Þátttakandi öðlast sértæka og nákvæma þekkingu á rússneskum markaði
- Staðbundið tengslanet
- Þátttakendum býðst að gerast íbúi Skolkovo sem opnar á betri leiðir varðandi skatta - og tollamál 
- Aðgangur að frumkvöðlaþjónustu og ráðgjöf varðandi fjármögnunarleiðir

 

Allar frekari upplýsingar um prógrammið veitir Katrín Jónsdóttir verkefnastjóri. 

Katrín Jónsdóttir
Katrín Jónsdóttir
Verkefnastjóri